Gunnólfur gamli Þorbjarnarson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Gunnólfur Þorbjarnarson hinn gamli var landnámsmaður við Eyjafjörð. Hann var frá Sogni í Noregi, sonur Þorbjarnar þjóta.

Í Landnámabók segir að Gunnólfur hafi farið til Íslands eftir að hafa vegið Végeir, föður Vébjarnar Sygnakappa, og numið Ólafsfjörð austanverðan upp til Reykjaár og út til Vomúla (líklega Ólafsfjarðarmúla) og búið á Gunnólfsá, sem er norðan fjarðarins.

Kona hans var Gró Þorvarðsdóttir frá Urðum.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  • „Landnámabók; af Snerpu.is“.