Gulsporður
Gulsporður | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Pleuronectes ferruginea |
Gulsporður (Fræðiheiti:Limanda ferruginea) er lítil flatfiskur af Flyðruætt. sem lifir á sandbotni meðfram landgrunni austurstrandar Bandaríkjanna og Kanada. Hann lifir á 35 til 90 metra dýpi og ferðast ekki mikið um. Gulsporður er einn af verðmætustu flatfiskum í Norður Ameríku. Þó var ekki byrjað að veiða hann til matar fyrr en eftir 1930 þegar að mikil eftirspurn varð eftir próteinríkri fæðu vegna seinni heimstyrjaldarinnar.
Útlit og vöxtur
[breyta | breyta frumkóða]Gulsporður er sporöskjulaga og flatur með lítinn tenntan munn. Algengast er að hann sé í kringum 30-40 cm langur og helmingur af lengd sinni í breidd. Hann er brúnleitur á efri hluta búksins en lýsist eftir því sem neðar fer, undirhliðin er hinsvegar alveg hvít nema svæðið milli líkamans og sporðsins er guleitt. Eitt af einkennum hans eru óreglulegir blettir sem líta út fyrir að vera ryðblettir. Gulsporður vex hraðar en flestir flatfiskar og lifir tiltölulega stutt. Meðalaldur er í kringum 7 ár, ekki er algengt að þeir verði eldri en 10 ára. Við 3 ára aldur eru flestir orðnir kynþroska.
Eftir 2 ára aldur vex hrygnan hraðar og verða því frábrugðnir hængnum. Hrygnan ber 350.000-4.570.00 egg og er því mun stærri en karlfiskurinn og lifir einnig lengur. Kvenfiskurinn gýtur eggjum við hafsbotninn allt frá mars til ágúst, allt fer það eftir hafsvæðum og hitastigi sjávar. Hitastigið þarf að vera 5-12°C. Eggin koma í hollum úr kvenfisknum og karlfiskurinn kemur svo og frjóvgar þau. Eggin eru kúlulaga og stærðin er frá 0,8 til 1 mm í þvermál. Þau eru litlaus en mjög sterk. Lirfurnar brjótast svo úr eggjunum og fljóta upp á yfirborðið þar sem þær vaxa og dafna í 2 mánuði.
Veiðar og afurðir
[breyta | breyta frumkóða]Veiðar á gulsporð eru annaðhvort með dagróðrarbátum eða skipum sem eru ekki lengur en viku á sjó. Veitt er með botnvörpu. Þegar búið er að koma fisknum um borð og hann geymdur í blöndu af ís og sjó. Rétt geymdur flatfiskur hefur geymsluþol upp á 7-18 daga, það fer eftir tegundum og veiðitíma. Þegar fiskurinn er kominn í land eru flökin allt frá því að vera brúnleit, bleik eða hvít. En eftir að búið er að matreiða fiskinn er það orðið alveg hvítt og beinlaust. Hann er seldur heill ferskur og frystur, í flökum og blokkum. Hann þykir vera mikil munaðarvara.
Þrír stofnar eru við strendur Bandaríkjanna og samkvæmt skýrslum sem gefnar voru út árið 2015 [1] Þá er gulsporður ofveiddur á öllum svæðum. Árið 2016 veiddu bandaríkjamenn 33 tonn sem metið er á 1.4 milljarð íslenskra króna.
Sjö þjóðir hafa veitt yfir 10 þúsund tonn af gulsporði frá árinu 1950. Þar eru 3 lönd sem hafa veitt um 96% af heildarafla. Bandaríkin veiddu mest frá 1950-1992 en þá tók Kanada við og veiða þeir mest enn þann dag í dag. Sovétríkin veiddu í kringum 125 þúsund tonn frá árunum 1964 til 1977. Aðrar þjóðir hafa veitt í mjög litlu magni. Bandaríkin og Kanada eru langstærstu veiðiþjóðirnar núna enda veiðist hann bara meðfram þessum 2 löndum.
Fæða
[breyta | breyta frumkóða]Gulsporður étur á daginn, byrjar nær sólarupprás og endar nálægt sólarlagi. Þar sem hann er með lítinn munn velur hann sér minni tegundir til að borða. Þar á meðal eru litlar rækjutegundir,ormar. Einnig borða þeir lítið magn af hryggleysingjum eins og litlum kröbbum. Annað slagið finnst einnig lítill fiskur í maga gulsporðar, það er þá aðallega loðna og litlir marhnútar.