Fara í innihald

Túrmerik

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Gullinrót)
Kúrkúma
Kúrkúma er Indversk kryddplanta
Kúrkúma er Indversk kryddplanta
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Einkímblöðungar (Liliopsida)
Undirflokkur: Zingiberidae
Ættbálkur: Engifersbálkur (Zingiberales)
Ætt: Engifersætt (Zingiberaceae)
Ættkvísl: Curcuma
Tegund:
Kúrkúma

Tvínefni
Curcuma longa
Linnaeus

Kúrkúma, túrmerik eða gullinrót er planta af engifersætt sem vex á Indlandi og víðar. Kúrkúma er austurlenskt krydd með sterkum gulum lit. Kúrkúma eða gurkemeje er í raun jarðstöngul plöntu ( Curcumea longa). Hún er beisk á bragðið; líkist engiferplöntu en er með lengri blöðum; rótarstilkar þeirra eru notaðir og unnið er úr þeim litarduft sem er notað í karrí og fleiri kryddblöndur, til dæmis í paprikuduft til að gefa lit. Kryddið, sem hefur verið ræktað í a.m.k tvö þúsund ár í Asíu, er þurrkað og malað og notað í karríblöndur og marga indverska og norður-afríska rétti og gefur þeim sterkan lit. Hins vegar þarf að gæta að það bletti ekki fatnað.

Stundum er túrmerik, sem er eitthvert ódýrasta krydd í heimi, notað í staðinn fyrir saffran, sem er hið dýrasta, enda er ilmurinn svipaður, en bragðið er allt annað og í mörgum tilvikum er alls ekki hægt að nota túrmerik, einkum þar sem bragðið á að vera milt og fíngert. Túrmerik er nær alltaf selt sem duft, enda erfitt að mala það heima. Það geymist ekki sérlega vel malað , þ.e ekki hvað bragðgæði varðar, en litunareiginleikunum heldur það mjög vel; hins vegar er lítil hætta á að það sé svikið þar sem það er svo ódýrt. Kryddið er ekki aðeins notað í mat, heldur einnig til að lita vefnað, þótt tilbúin litarefni hafi að mestu komið í stað þess á síðari árum. Túrmerik og þar með einnig karrí er mjög viðkvæmt fyrir sólarljósi og því ætti að geyma það á dimmum stað.

  • Nanna Rögnvaldardóttir.2002. Matarást. Reykjavík, Iðunn. Bls 594
  Þessi matar eða drykkjargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.