Karrí
![]() |
Þessi grein þarfnast hreingerningar svo hún hæfi betur sem grein hér á Wikipediu. |

Karrí er kryddblanda. Velnjulega inniheldur (gult) karrí meðal annars kúrkúma (sem gefur gula litinn), pipar, hvítlauk, engifer og kóríander. Karrí er indversk kryddblanda sem löguð er heima og þá hver með eigin samsetningu.
Karrí í matargerð[breyta | breyta frumkóða]
Karrí er almennt hugtak sem hinn vestræni heimur notar um fjölda rétta sem koma upprunalega frá Indlandi, Pakistan, Bangladesh, Shri Lanka, Tælandi eða úr matarhefðum annarra suðaustur-asískra þjóða. Það sem einkennir allt karrí er samansafn hinna ýmsu kryddjurta en yfirleitt inniheldur það ferskan eða þurrkaðan chili eða cayenne pipar.
Í hinni upphaflegu hefðbundnu matargerð er nákvæmt val kryddjurta hvers réttar spurning um þjóðbundna, svæðabundna eða trúarlega hefð og að einhverju leyti hvað tíðkast meðal fjölskyldna. Slíkir réttir eru kallaðir ákveðnum nöfnum sem gefa meðal annars innihald og eldunaraðferð þeirra til kynna.
Samkvæmt hefðinni eru kryddin bæði notaðar heilar og malaðar, eldaðar og hráar, og þeim getur verið bætt út í á ólíkum tímum ferlisins til að ná fram mismunandi útkomu.
Hið svo kallaða „karrí duft“ sem inniheldur tilbúna kryddblöndu er að stórum hluta til vestræn hugmynd sem nær allt aftur til 18. aldar. Almennt er talið að slíkar blöndur hafi upprunalega verið útbúnar af indverskum kaupmönnum til að selja meðlimum bresku nýlendu stjórnarinnar og herjum þeirra sem á leið aftur til Englands.
Karrí réttir innahalda ýmist kjöt eða fisk annað hvort eitt og sér eða í bland við grænmeti. Einnig geta þeir verið grænmetisréttir sérstaklega meðal þeirra sem ekki borða kjöt eða sjávarfang af trúarlegum ástæðum.
Karrí getur bæði verið „blautt“ eða „þurrt“. Blautt karrí inniheldur mikið magn af sósu sem er búin til úr jógúrt, kókosmjólk, legume purée(dal) eða krafti. Þurrt karrí er er eldað í mjög litlum vökva sem er látinn gufa upp og eftir sitja hin hráefnin umlukin kryddblöndunni.
Heimildir[breyta | breyta frumkóða]
- Fyrirmynd greinarinnar var „Karry“ á dönsku útgáfu Wikipedia. Sótt 28. febrúar 2008.
- 06.08.2006, ing.dk: Karry er godt for ældres hjerner[óvirkur tengill] Í greininni er fjallað um niðurstöður rannsókna við Háskólann í Singapúr að karrí hafi góð áhrif á heilastarfsemi einkum vegna andoxunar eiginleika kúrkúma.