Guiyang Longdongbao-alþjóðaflugvöllurinn
Alþjóðaflugvöllur Guiyang Longdongbao (IATA: KWE, ICAO: ZUGY) (kínverska: 贵阳龙洞堡国际机场; rómönskun: Guìyáng Lóngdòngbǎo Guójì Jīchǎng) er flughöfn Guiyang, höfuðborgar Guizhou héraðsins í Alþýðulýðveldinu Kína. Hann þjónar sem mikilvæg samgöngumiðstöð fyrir Guiyang og Guizhou hérað. Hann er einn af umferðameiri flugvöllum Kína.
Flugvöllurinn er staðsettur um 11 kílómetra suðaustur af miðborg Guiyang, í bænum Longdongbao, sem gefur honum nafn. Guiyang Longdongbao flugvöllur var opnaður árið 1997 en fékk viðskeytið alþjóðaflugvöllur árið 2006. Svæðið er um 4 ferkílómetrar og er með 3200 metra langa flugbraut. Flugstöðin er um 34.000 fermetrar með þremur farþegamiðstöðvum. Árið 2019 fóru um flugvöllinn um 22 milljónir farþega og 120 þúsund tonn af farmi.
Saga stækkunar
[breyta | breyta frumkóða]Líkt og með marga aðra flugvelli í Kína hefur vöxtur hans verið mjög mikill. Hann hefur því ítrekað komið að þolmörkum í flutningsgetu. Farþegafjöldi vallarins fór yfir 10 milljónir árið 2013, 18 milljónir árið 2017, 20 milljónir árið 2018 og um 22 milljónir árið 2019, sem gerir hann að einum stærsta flugvelli landsins.
Stækkun hófst árið 2010 með það að markmiði að geta tekið við 15.5 milljónum farþega á ári og um 220 þúsund tonnum af farmi.
Ljóst er að þörfin fyrir frekari stækkun jókst enn og því eru verulegar framkvæmdir á vellinum. Auk þriðju farþegamiðstöðvarinnar sem er í smíðum, er verið að bæta við 4000 metra langri flugbraut. Framkvæmdirnar, sem á að ljúka árið 2025, ættu að auka árlega afkastagetu flugvallarins í um 30 – 40 milljónir farþega, flutnings á 460.000 tonnum af farmi og lendingar 250.000 flugvéla.
Samgöngur við völlinn
[breyta | breyta frumkóða]Lestir, snarlestir og strætisvagnar tengja flughöfnina við miðborg Guiyang og nærliggjandi borgir og svæði.
Longdongbao járnbrautarstöðin er staðsett undir flugvellinum. Hún er tenging við Guiyang-Guangzhou háhraðalestina. Á stöðinni er einnig tenging snarlestakerfi Guiyang borgar.
Flugfélög
[breyta | breyta frumkóða]Flugfélögin China International Airlines, China Southern Airlines, Shandong Airlines og lággjaldafélagið Colorful Guizhou Airlines eru öll umfangsmikil á vellinum. Alls starfa 26 flugfélag á vellinum.
Flugleiðir
[breyta | breyta frumkóða]Flugvöllurinn býður meira en 185 flugleiðir til 97 innlendra og erlendra borga. Langflestir áfangastaðirnir eru innan Kína, en einnig eru alþjóðaflug frá París, Bangkok, Taípei, Osaka, og fleiri staða.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Guiyang borg.
- Guizhou hérað.
- Kínverskur vefur alþjóðaflugvallarins Guiyang Longdongbao
- Vefsíða Travel China Guide um Guiyang Longdongbao flugvöllinn.. Almennar upplýsingar, kort af flugvellinum, samgöngur almenningsvagna á flugvöllinn o.fl.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Fyrirmynd greinarinnar var „Guiyang Longdongbao International Airport“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 11. febrúar 2021.