Fara í innihald

Guarana

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Guarana

Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
(óraðað): Angiosperms
(óraðað) Eudicots
(óraðað) Rosids
Ættbálkur: Sápuberjabálkur (Sapindales)
Ætt: Sápuberjaætt (Sapindaceae)
Ættkvísl: Paullinia
Tegund:
P. cupana

Tvínefni
Paullinia cupana
Kunth

Guarana (fræðiheiti: Paullinia cupana) er klifurjurt sem er hlynur af sápuberjaætt (Sapindaceae) sem er upprunalega frá Amazonsvæðinu og er algeng í Brasilíu. Guarana-jurtin er með stór laufblöð og er þekktust fyrir ávexti sína sem eru á stærð við kaffibaunir. Guarana-baunir innihalda tvöfalt meira koffín en kaffibaunir. Guarana-ávextir eru brúnir eða rauðleitir og innihalda svört fræ með hvítu fræhulstri og líkjast augnsteinum.

Guarana gosdrykkur í Brasilíu.

Guarana er notað í sæta drykki, gosdrykki og orkudrykki eða gleypt í hylkjum. Stærsti hluti af koffínneyslu í Suður-Ameríku kemur úr guarana. Brasilía er þriðji stærsti neytandi gosdrykkja í heiminum og þar er framleiddir margir drykkir úr guarana.

Guarana hefur frá alda öðli verið notað af frumbyggjum í Amazon og Paraguay. Samkvæmt þjóðtrú á Guð að hafa drepið barn og í sárabætur að hafa tekið vinstra augað úr barninu og sáð því í skóginn og þannig varð til guarana villiafbrigði. Guðinn sáði hægra auga barnsins í þorpið og þannig varð til ræktaða afbrigðið af guarana. Fræin úr Guarana eru þurrkuð og möluð. Fræin eru notuð meðal annars í guarana-brauð.

Guarana fræduft