Fara í innihald

Guðmundur Sveinsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Guðmundur Sveinsson var ábóti í Þykkvabæjarklaustri í lok 15. aldar. Hann var eftirmaður Bárðar Auðunssonar og var vígður 1495 eða hugsanlega þegar árið 1492.

Lítið er vitað um Guðmund og hann kemur einungis við skjöl árið 1496, þegar hann átti í deilu við Þorstein nokkurn Arason um óleyfilega hrossatöku. Ekki er víst hvenær hann dó eða lét af embætti en Narfi Jónsson, sem verið hafði príor í Skriðuklaustri, varð ábóti árið 1506.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • „„Þykkvabæjarklaustur". Sunnudagsblaðið, 15. maí 1966“.
  • „„Þykkvabæjarklaustur (Klaustur í Veri)". Tímarit hins íslenzka bókmenntafélags, 8. árgangur 1887“.