Bárður Auðunsson
Útlit
Bárður Auðunsson eða Auðunarson var ábóti í Þykkvabæjarklaustri í Álftaveri á síðari hluta 15. aldar. Hann varð ábóti 1461; næsti ábóti sem vitað er um á undan honum hét Kolbeinn og er síðast getið 1455.
Bárður kemur við bréf 1470 og 1490 en annars er lítið vitað um ábótatíð hans, fremur en flestra annarra ábóta í Þykkvabæjarklaustri á 15. öld. Hann gegndi embætti til 1492 en Guðmundur Sveinsson varð svo ábóti um 1495.