Guðmundur Elíasson, myndhöggvari

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Guðmundur Elíasson (f. 13. janúar 1925 - d. 12. júní 1998) var íslenskur

Guðmundur

Á unglingsárum sínum naut Guðmundur tilsagnar Ásmundar Sveinssonar, myndhöggvara. Um tvítugsaldur hélt Guðmundur til náms erlendis, í fyrstu við Central School of Arts and Crafts í London veturinn 1945 – 1946 og við Listaháskólann í Charlottenborg 1946 – 1947. Meginhluta listmenntunar sinnar hlaut Guðmundur hins vegar við Académie de la Grande Chaumiére í París árin 1948 til 1953. Þar var kennari hans hinn þekkti myndhöggvari Ossip Zadkine, en hann mat þennan nemanda sinn mikils.

Listferill Guðmundar hófst eftir námið í Danmörku og París þar sem hann tók þátt í samsýningu fimm íslenskra listamanna árið 1950. Í íslenskum dagblöðum er sagt frá þessari sýningu og nefnt að þetta sé í fyrsta sinn sem samsýning sé haldin á verkum íslenskra listamanna í París.  Listamönnunum var boðið að taka þátt í sýningu í maímánuði á vegum listamannasambands, sem sjaldan býður erlendum listamönnum að sýna hjá sér.  Eru þessir Íslendingar til dæmis fyrstu Norðurlandabúar sem fá slíkt boð.  Sýning Íslendinganna fimm er í litlum sýningarskála, “La Galerie Saint Placide” við samnefnda götu.  Listamennirninr eru Hörður Ágústsson, Hjörleifur Sigurðsson, Valtýr Pétursson, Guðmundur Elíasson og Gerður Helgadóttir. Alls eru verk á sýningunni rúmlega 30.  Umsagnir um sýninguna birtust í nokkrum dagblöðum í París.

Íslenskir listamenn í París á sjötta áratugnum.

Thor Vilhjálmsson rithöfundur, skrifar grein um sýninguna í Þjóðviljann 5. maí 1950 og segir m.a.[heimild vantar]

“Þessi fyrsta íslenska samsýning hefur vakið mikla athygli og umtal og má þess geta í lokin að listafólkinu hefur fallið í skaut sá mikli og eftirsótti heiður að bjóðast þátttaka í svonefndum Salon du Mai en sú árlega sýning sem stofnað er til af ýmsum þeim málurum og myndhöggvurum sem nú ber hæst, nýtur sérstakrar viðurkenningar og er talin einhver merkasti myndlistarsalon í heimi.  Ekki er hægt að sækja um þátttöku en litið er á það sem mikinn virðingarvott og heiður að hlotnast þátttökuboð enda sýna og hafa sýnt þar slíkir jöfrar sem Braque, Matisse, Miro, Marehand, Boréz og Sadkine sem í dag eru dáðir um allan heim sem meistarar”.

Í París: Benedikt Gunnarsson, Guðmundur, óþekktur, Thor Vilhjálmsson.

Eftir að heim kom, tók Guðmundur þátt í útisýningunum á Skólavörðuholti 1967 - 1972, í Norræna húsinu og víðar.  Guðmundur gerði fjölda verka eftir pöntun, meðal annars til minningar um Mugg (á Bíldudal), Jóhannes úr Kötlum (á Búðardal) og Þorstein Björnsson (á Hellu).

Auk höggmynda, liggur eftir Guðmund fjöldi teikninga. Þessi verk sýna fjölhæfni Guðmundar og hve auðveldlega hann gat tileinkað sér ólíkar stíltegundir.

Verk eftir Guðmund eru í eigu Listasafns Íslands.

Á næsta ári (2025) verða liðin 100 ár frá fæðingu Guðmundar. Af því tilefni verður gefiin út bók um Guðmund og verk hans.

Muggur eftir Guðmund (myndin er á Bíldudal).
Jóhannes úr Kötlum (myndin er í Búðardal og önnur í Þjóðarbókhlöðunni).
Brjóstmynd (Thor)
Jón Þ. Björnsson frá Veðramóti (myndin er á Sauðárkróki).
Skúlptúr
Sitjandi kona
Skúlptúr
Verkið Uppstilling, á sýningu í París 1950.
Skúlptúr
Höfuð
Skúlptúr
Málverk
Stúlka
Kona
Kona
Teikning af karli
Teikning
Fantasía