Guðmundur Ólafsson (fornritafræðingur)
Útlit
(Endurbeint frá Guðmundur Ólafsson (d. 1695))
Guðmundur Ólafsson (fæddur 1652, dáinn 1695) var fornritafræðingur sem fæddist að Undirfelli í Austur-Húnavatnssýslu á Íslandi. Hann fluttist ungur til Svíþjóðar þar sem hann vann að þýðingum íslenskra fornrita á sænsku og latínu sem og umsjón útgáfna nokkurra fornrita. Hann tók saman íslenskt málsháttasafn, sem prentað var í Uppsölum árið 1930 og nefndist Thēsaurus Adagiōrum („Málsháttaorðabókin“ á latínu). Í handritasöfnum í Svíþjóð eru varðveittar miklar uppskriftir með hendi Guðmundar. Bróðir hans, Helgi, fékkst við söfnun íslenskra handrita handa fornritadeild Svíakonungs, og varð vel ágengt, að talið er.