Fara í innihald

Guðbjörg Þorleifsdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Guðbjörg Þorleifsdóttir (27. júlí 18708. júlí 1958) var húsfreyja að Múlakoti í Fljótshlíð. Hún kvæntist Túbal Magnússyni frá Kollabæ í Fljótshlíð þann 26. júní 1893 og stóðu þau fyrir búi í Múlakoti til 1934 en þá tók sonur þeirra Ólafur Túbals við búskapnum. Árið 1897 hóf Guðbjörg skóg- og blómarækt í Múlakoti en þá sótti bróðir hennar skógarhríslu í Nauthúsagil og var það fyrsta tréð í garðinum. Guðbjörg helgaði sig garðræktinni og varð garður hennar þjóðkunnur. Hann hefur nú verið friðaður ásamt elstu húsum í Múlakoti.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.