Fara í innihald

Grímsey

Hnit: 66°31.64′N 17°58.90′V / 66.52733°N 17.98167°V / 66.52733; -17.98167
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

66°31.64′N 17°58.90′V / 66.52733°N 17.98167°V / 66.52733; -17.98167

Kort.

Grímsey er eyja 40 km norður af meginlandi Íslands. Þar er lítið þorp sem byggir afkomu sína á sjávarútvegi og er nyrsta mannabyggð Íslands. Norðurheimskautsbaugurinn gengur í gegnum eyjuna norðanverða. Eyjan þekur 5,3 ferkílómetra og rís hæst 105 metra yfir sjávarmál. Samgöngur við eyna byggjast á reglulegum ferjusiglingum frá Dalvík og flugi frá Akureyri. Í eynni hefur verið sjálfvirk veðurathugunarstöð frá 2005. 25. apríl 2009 fór fram kosning í Grímsey og á Akureyri um hvort sveitarfélögin tvö ættu að sameinast og var það samþykkt með meirihluta atkvæða á báðum stöðum.[1] 61 manns bjuggu í eynni árið 2019.

Í ágúst 2021 mældust 22,3 gráður í eynni sem er met.[2]

Sögulegir atburðir

[breyta | breyta frumkóða]

Grímseyjarför

[breyta | breyta frumkóða]

Grímseyjarför var herför feðgarnir Sighvatur Sturluson og Sturla Sighvatsson fóru til Grímseyjar vorið 1222 með um 300 manna lið til að hefna fyrir drápið á Tuma Sighvatssyni eldri þá um veturinn.

Árið 1793 - Sótt

[breyta | breyta frumkóða]
Fuglabjarg í Grímsey

Þetta ár munaði litlu, að Grímsey legðist í auðn. Þá gekk á eyjunni taksótt (pleuritis), sem drap marga fullorðna karlmenn. Var sagt, að aðeins 6 fullfærir karlar væru þar eftir, og voru þeir sendir á báti til meginlandsins til að sækja aukinn liðsafla fyrir eyjarskeggja. En á leiðinni til lands fórst báturinn með öllum mönnunum svo að ekki var annað fullfærra karlmanna eftir í Grímsey en sóknarpresturinn einn.

Miðgarðakirkja

[breyta | breyta frumkóða]

Miðgarðakirkja var byggð árið 1867 og endurbætt um miðja 20. öld. Aðfaranótt 22. septembers 2021 brann kirkjan til grunna þegar kviknaði út frá rafmagnstöflu. Menningarverðmæti töpuðust og þar á meðal einstök altaristafla sem Arngrímur Gíslason málaði árið 1879. Til stendur að endurbyggja kirkjuna. [3]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Grímsey og Akureyri sameinast“. 26. apríl 2009.
  2. Hitamet í Grímsey Vísir, sótt 25/8 2021
  3. Hefja söfnun fyrir nýrri kirkju í Grímsey Vísir.is, sótt 23/9 2021