Fara í innihald

Grjótkrabbi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Grjótkrabbi

Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Liðdýr (Arthropoda)
Undirfylking: Krabbadýr (Crustacea)
Flokkur: Stórkrabbar (Malacostraca)
Ættbálkur: Tífætlur (Decapoda)
Innættbálkur: Eiginlegir krabbar (Brachyura)
Yfirætt: Cancroidea
Ætt: Steinkrabbar (Cancridae)
Ættkvísl: Cancer'
Tegund:
C. irroratus

Tvínefni
Cancer irroratus
Say, 1817

Grjótkrabbi (fræðiheiti: Cancer irroratus) er krabbategund sem er upprunnin frá Suður-Karólínu norður til Labrador. Grjótkrabbi getur orðið allt að 15 sm að skjaldarbreidd. Búsvæði hans er allt frá fjöru og niður í 750 m dýpi. Grótkrabbi er alæta og lifir á fiskurm krabbadýrum, burstaormum, samlokum, smokkfiskum og ígulkerjum. Töluverður stærðamunur er milli kynja. Mökun og frjóvgun eggja fer fram á haustin og bera kvendýrin frjóvguð egg með sér á afturbolsfótum fram að klaki næsta vor.

Grjótkrabbi fannst fyrst við Ísland árið 2006 og er nú algengur í Hvalfirði og finnst víða um vestanvert landið.

Skjölldur af grjótkrabba

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

„Hvað getið þið sagt mér um grjótkrabba?“. Vísindavefurinn.