Fara í innihald

Grýla kallar á börnin sín

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Grýla kallar á börnin sín er gamalt íslenskt þjóðkvæði, nánar tiltekið Grýlukvæði, til í fjölmörgum gerðum, um Grýlu og börn hennar.

Grýla kallar á börnin sín.
Þegar hún fer að sjóða
til jóla.
Komið þið hingað öll til mín,
Leppur, Skreppur,
og Leiðindaskjóða.
Völustallur og Bóla,
og Sighvatur og Sóla.