Grýlukvæði

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Grýla eltir börn
Grýla eltir börn. Teikning efttir Tryggva Magnússon (1900-1960). Teikningin birtist í kvæðabók Jóhannesar úr Kötlum, Jólin koma, árið 1932.

Grýlukvæði eru kvæði flokkuð með barnagælum, þótt þau hafi einkum verið notuð til þess að hrella og/eða aga börn fyrr á öldum. Grýlukvæðin gátu þannig falið í sér ákveðið uppeldisgildi, þótt þau hafi eflaust einnig falið í sér skemmtanagildi.[1] Í kvæðunum er jólavætturin Grýla fyrirferðamest allra persóna ásamt Leppalúða, eiginmanni hennar, og jólasveinunum.

Aldur Grýlukvæða[breyta | breyta frumkóða]

Elstu heimildir þar sem Grýlu ber á góma eru íslensk skinnhandrit frá 13. öld og má helst nefna nafnaþulu í Eddu Snorra Sturlusonar en þar bregður Grýlunafninu fyrir sem eitt af tröllkvennaheitum.[2] Þá má nefna Grýluvísu sem sem varðveitt er í Íslendingasögu Sturlu Þórðarsonar en þá vísu kvað Oddaverjinn Loftur Pálsson rétt fyrir Breiðabólstaðarbardaga í Fljótshlíð gagnvart Birni Þorvaldssyni(hálfbróður Gissurar jarls) árið 1221. Vísa Lofts hljóðar svo:

Hér fer Grýla í garð ofan
og hefr á sér
hala fimmtán.

Dæmi um Grýlukvæði[breyta | breyta frumkóða]

Grýlukvæði eftir séra Stefán Ólafsson frá Vallanesi (1609-1688). Sigríður Stefánsdóttir (1888-1978) frá Ólafsgerði í Kelduhverfi syngur.

Grýlukvæði eftir óþekkta höfunda (Íslensk þjóðkvæði)

Grýlukvæði eftir þekkta höfunda

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Jón Samsonarson (2002). Ljóðmál. Stofnun Árna Magnússonar, Reykjavík. bls. 119.
  2. Jón Samsonarson (2002). Ljóðmál. Stofnun Árna Magnússonar. bls. 120.