Grýlukvæði

Grýlukvæði eru kvæði flokkuð með barnagælum, þótt þau hafi einkum verið notuð til þess að hrella og/eða aga börn fyrr á öldum. Grýlukvæðin gátu þannig falið í sér ákveðið uppeldisgildi, þótt þau hafi eflaust einnig falið í sér skemmtanagildi.[1] Í kvæðunum er jólavætturin Grýla fyrirferðamest allra persóna ásamt Leppalúða, eiginmanni hennar, og jólasveinunum.
Aldur Grýlukvæða[breyta | breyta frumkóða]
Elstu heimildir þar sem Grýlu ber á góma eru íslensk skinnhandrit frá 13. öld og má helst nefna nafnaþulu í Eddu Snorra Sturlusonar en þar bregður Grýlunafninu fyrir sem eitt af tröllkvennaheitum.[2] Þá má nefna Grýluvísu sem sem varðveitt er í Íslendingasögu Sturlu Þórðarsonar en þá vísu kvað Oddaverjinn Loftur Pálsson rétt fyrir Breiðabólstaðarbardaga í Fljótshlíð gagnvart Birni Þorvaldssyni(hálfbróður Gissurar jarls) árið 1221. Vísa Lofts hljóðar svo:
- Hér fer Grýla í garð ofan
- og hefr á sér
- hala fimmtán.
Dæmi um Grýlukvæði[breyta | breyta frumkóða]
Grýlukvæði eftir óþekkta höfunda (Íslensk þjóðkvæði)
- Grýla á sér lítinn bát
- Grýla er að sönnu gömul herkerling
- Grýla kallar á börnin sín
- Grýla kemur og gægist um hól
- Grýla reið fyrir ofan garð
- Grýla reið með garði
- Hér er komin Grýla
- Hér fer Grýla í garð ofan
- Það á að gefa börnum brauð
Grýlukvæði eftir þekkta höfunda
- Ekki linnir ferðunum um Fljótsdalinn enn (Stefán frá Vallanesi)
- Grýla heitir grettin mær
- Grýla hét tröllkerling leið og ljót (Jóhannes úr Kötlum)
- Hér er komin hún Grýla (Eggert Ólafsson)
- Hlustið þið til hýr börn (Bjarni Gissurarson)
- Kom ég út og kerling leit ófrýna (Hallgrímur Jónsson Thorlacius)