Grímsneshreppur
Útlit
Grímsneshreppur var hreppur í miðri Árnessýslu. Var hann frá Soginu austur að Brúará og náði upp á Lyngdalsheiði. Hvítá er sunnan við hreppinn.
Árið 1905 var hreppnum skipt í tvennt og var nyrðri hlutinn kallaður Laugardalshreppur en sá syðri hélt nafninu óbreyttu. 1. júní 1998 sameinaðist Grímsneshreppur Grafningshreppi og mynduðu þeir saman Grímsnes- og Grafningshrepp.
Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.