Fara í innihald

Gråkallen

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Gråkallen séð frá fjallinu Storheia
Skíðaskálinn á Gråkallen

Gråkallen er fjall á útivistarsvæðinu Bymarka í borginni Þrándheimi í Þrændalögum í Noregi. Fjallið er 552 m hátt og er í borgarhlutanum Byåsen. Á fjallinu eru aflögð fjarskiptamannvirki hersins.

Strætisvagn gengur frá Þrándheimi að skíðamiðstöð við fjallið. Á sumrin er aðstaðan notuð til gönguferða og hjólaferða frá fjallinu að borginni fyrir neðan.

Nafnið Gråkallen þýðir grái kallinn.