Fara í innihald

Grámygla

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Grámygla

Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Körfublómabálkur (Asterales)
Ætt: Körfublómaætt (Asteraceae)
Ættflokkur: Gnaphalieae
Ættkvísl: Gnaphalium
Tegund:
G. uliginosum

Tvínefni
Gnaphalium uliginosum
L. 1753 not A. Rich. 1848
Samheiti
Samheiti

Grámygla (fræðiheiti: Filaginella uliginosa) er einær jurt af körfublómaætt. Grámygla er sjaldgæf jurt sem finnst eingöngu við jarðhitasvæði á Íslandi og aðallega á Suðvesturlandi. Hitastig við vaxtarstaði hennar er um 50°C. Hún lifir á svæðum þar sem jarðvegur er heitur og lítill jarðraki. Grámygla verður 5-12 sm há. Búsvæði hennar á Íslandi einkennist af hita í jarðvegi og litlum jarðraka. Stöngull grámyglu er þéttvaxinn hvítum hárum og marggreindur. Utan Íslands er grámygla útbreidd á suðlægum slóðum og vex þar í röku graslendi.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  Þessi grasafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.