Glúmur Óleifsson
Útlit
Glúmur Óleifsson var annar eiginmaður Hallgerðar langbrókar Höskuldsdóttur. Þau bjuggu á Varmalæk í Borgarfirði. Bræður Glúms hétu Ragi og Þórarinn sem var kallaður Ragabróðir og var lögsögumaður á 10. öld. Hallgerður og Glúmur unnust mjög og á meðan þau bjuggu saman var hún vinsæl og vel liðin. En Glúmur gerði þau mistök að slá hana kinnhest og drap Þjóstólfur, fóstri Hallgerðar, hann. Hallgerður var ekki sátt með það og sendi þá Þjóstólf til Hrúts frænda síns sem drap hann.