Giorgos Karagounis

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Karagounis árið 2008

Georgios "Giorgos" Karagounis (Gríska: Γιώργος Καραγκούνης), (fæddur 6. mars árið 1977) er grískur fyrrverandi knattspyrumaður, hann spilaði fyrir nokkur félög og Gríska landsliðið. Seinast spilaði hann fyrir enska félagið Fulham og var fyrirliði gríska landsliðsins á HM 2014 þar sem Grikkir náðu í 8. liða úrslit.

Karagounis lék sinn fyrsta leik fyrir Grikkland árið 1999, og er annar tveggja leikmanna, sem hefur leikið flesta leiki fyrir sitt land í öllum heiminum. Hann hefur spilað 139 A-landsleiki fyrir Grikkland og skorað 10 mörk. Hann skoraði sitt fyrsta landsliðsmark á EM 2004, þar sem Grikkir báru óvænt sigur úr bítum í fyrsta sinn.[1] Hann lék til ársins 2003 með Panathinaikos, 2003-05 spilaði hann með Inter Milan, 2005-07 með Benfica, 2007-12 aftur með Panathinaikos og 2012 til 14 með Fulham .


Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Player review Geymt 14 apríl 2009 í Wayback Machine Uefa.com article, July 2004