Gioachino Greco
Gioachino Greco | |
---|---|
Fæddur | Gioachino Greco 1600 |
Dáinn | 1634 |
Þekktur fyrir | skák |
Gioachino Greco var ítalskur skákmaður og rithöfundur. Nokkrar af fyrstu skráðu skákunum eru tefldar af Greco en þær eru alls 77 talsins. Skákirnar hans voru allar á móti ótilgreindum einstaklingum (NN) og mögulegt er að þær séu dæmi Grecos um byrjanaafglöp. Mikhail Botvinnik leit á Greco sem fyrsta atvinnumanninn í skák. Greco vörn er skákbyrjun sem nefnd er eftir Greco.
Saga
[breyta | breyta frumkóða]Greco var mikill skáksnillingur sem var uppi á milli Ruy López de Segura og François Philidor. Hann skrifaði einskonar „handbók“ sem innihélt margskonar gildur og mátmynstur. Þar sem Greco var uppi á tímum „ítalsk- rómantíska stílsins“, tefldi hann og rannsakaði giuoco piano (1 e4 e5 2 Rf3 Rc6 3 Bc4) og gaf út rannsóknir sínar í formi stuttra skáka í kringum árið 1625. Árið 1665, nokkru eftir dauða hans, voru handritin gefin út í London. Litið er á þessar skákir Grecos[1] sem sígildar skákbókmenntir og eru þær enn þann dag í dag kenndar mörgum byrjendum.
Segja mætti að Greco hafi opnað dyr fyrir nokkra af árásagjörnustu skákmönnum rómantíska tímabilsins og meðal þeirra eru: Adolf Anderssen, Paul Morphy og áðurnefndur François Philidor.