Gimli
Útlit
- Fyrir staðinn í norrænni goðafræði, sjá Gimli (norræn goðafræði).
Gimli er sveitarfélag og kaupstaður í Manitoba-fylki í Kanada. Gimli er staðsett við Winnipegvatn og 75 km norður af Winnipeg sem er höfuðborg Manitoba. Gimli er stundum kallað „Höfuðstaður Nýja Íslands“.
Íslendingar komu þangað fyrst 21. október 1875. Þangað fluttist stór hópur Íslendinga sem eru kallaðir Vesturfarar.
Saga
[breyta | breyta frumkóða]Sveitarfélagið Gimli var stofnað í október árið 1875. Það var hluti af Northwest Territories rétt við Manitoba-fylki. Manitoba var stækkað árið 1881 og var hluti af Manitoba. Það var formlega tekið inn í Manitoba 1887. Árið 1876 geysaði slæm bólusótt í sveitarfélaginu. Þann 23. júlí 1983 komst sveitarfélagið í heimspressuna vegna Gimli Glider-atburðarins.
Hátíðardagar
[breyta | breyta frumkóða]- Gimli Kvikmyndahátíð, stofnuð af Jóni Gustafsson þegar hann var að taka upp myndina Kanadiana. Fyrsta myndin sem var sýnd var Tales From the Gimli Hospital eftir Guy Maddin. Aðrir stofnendur: öldungadeildarþingmaðurinn Janis Johnson og kvikmyndagerðarmennirnir Caelum Vatnsdal og Matt Holm.
- Icelandic Festival of Manitoba, Íslendingadagurinn, er fyrsta helgin í ágúst. Fyrsta hátíðin var haldin í Winnipeg árið 1890. Hátíðin var haldin í Winnipeg til ársins 1931 en síðan 1932 hefur hún verið haldin í Gimli.
Frægir einstaklingar frá Gimli
[breyta | breyta frumkóða]- David Arnason - Rithöfundur og prófessor við Háskóla í Manitoba fæddur í Gimli.
- Leo Kristjanson - Hagfræðingur og forseti Háskóla í Saskatchewan frá 1980-89.
- Vilhjálmur Stefánsson - Þjóðháttafræðingur og landkönnuður fæddur í Árnes rett hjá Gimli.
- Eric Stefanson - Stjórnmálamaður Progressive Conservative fæddur í Gimli.
- W. D. Valgardson - Rithöfundur og prófessor við Háskóla í British Columbia fæddur í Gimli.
- George Johnson - Læknir og stjórnmálamaður, var Menntamála- og heilbrigðiráðherra í Manitoba .