Fara í innihald

Gianluigi Buffon

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Gianluigi Buffon
Upplýsingar
Fæðingardagur 28. janúar 1978 (1978-01-28) (46 ára)
Fæðingarstaður    Carrara, Toscana, Ítalía
Hæð 1,91 m
Leikstaða Markmaður
Yngriflokkaferill
1991-1995
Parma
Meistaraflokksferill1
Ár Lið Leikir (mörk)
1995-2001 Parma 168 (0)
2001-2018 Juventus 509 (0)
2018-2019 Paris Saint-Germain 17 (0)
2019-2021 Juventus 17 (0)
2021-2023 Parma 43 (0)
Landsliðsferill
1997–2018 Ítalía 176 (0)

1 Leikir með meistaraflokkum og mörk
talið í aðaldeild liðsins.

Gianluigi „Gigi“ Buffon er ítalskur fyrrum knattspyrnumaður sem spilaði sem markvörður. Hann hóf og endaði ferilinn með Parma. Buffon er eini markmaðurinn sem hefur unnið til verðlaunanna knattspyrnumaður ársins á Ítalíu. Buffon hætti árið 2018 hjá Juventus eftir 17 ár hjá félaginu. [1] Eftir eitt tímabil með Paris Saint-Germain sneri hann aftur til Juventus 2019 og svo til Parma 2021, 20 árum eftir að hann hóf ferilinn þar. Hann lagði hanskana á hilluna árið 2023, 45 ára gamall.

Buffon er talinn meðal bestu markmanna allra tíma og vann 21 bikara á ferli sínum: 8 Serie A titla, 1 Serie B titils, 4 Coppa Italia bikartitla, 6 Supercoppa Italiana bikartitla, 1 UEFA bikar og eins heimsmeistaratitils. Hann er landsleikjahæstur Ítala með 176 leiki og spilaði 5 sinnum á HM og 4 sinnum á EM. Buffon er leikjahæstur í Serie A. Alls spilaði hann um 1175 keppnisleiki og er meðal leikjahæstu leikmönnum allra tíma.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Buffon hættir hjá Juventus Rúv, skoðað 17. maí 2018.