Giacomo Casanova

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Málverk af Casanova eftir Anton Raphael Mengs

Giacomo Girolamo Casanova de Seingalt (2. apríl 17254. júní 1798) var feneyskur ævintýramaður og flagari. Ævisaga hans, Histoire de ma vie (Saga lífs míns) er talin vera ein af áreiðanlegustu heimildum að siðvenjum á 18. öld í Evrópu. Casanova var svo frægur kvennabósi að til dagsins í dag er nafn hans notað til þess að lýsa kvennabósa. Hann umgekkst konunga, heimspekinga, páfa og kardinála á borð við Voltaire, Goethe og Mozart. Hann eyddi lokaárum ævi sinnar sem bókavörður í kastala Waldstein greifa.