Gertrude Stein
Útlit
Gertrude Stein (3. febrúar 1874 – 27. júlí 1946) var bandarískur rithöfundur sem var forgöngumaður í þróun nútíma mynd- og ritlistar. Hún dvaldist meiri hluta ævinnar í París og varð þar einn fyrsti safnari nútímamyndlistar og hafði með því mikil áhrif á rithöfundinn Ernest Hemingway. Gertrude Stein bjó með Alice B. Toklas frá 1910 til andláts síns 1946.