Fara í innihald

George Vella

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
George Vella
George Vella árið 2017.
Forseti Möltu
Í embætti
4. apríl 2019 – 4. apríl 2024
ForsætisráðherraJoseph Muscat
Robert Abela
ForveriMarie-Louise Coleiro Preca
EftirmaðurMyriam Spiteri Debono
Persónulegar upplýsingar
Fæddur24. apríl 1942 (1942-04-24) (82 ára)
Żejtun, Möltu
ÞjóðerniMaltneskur
StjórnmálaflokkurVerkamannaflokkurinn
MakiMiriam Grima (g. 1985)
HáskóliMöltuháskóli

George William Vella (f. 24. apríl 1942) er maltneskur stjórnmálamaður sem var forseti Möltu frá árinu 2019 til ársins 2024.[1] Hann er meðlimur í maltneska Verkamannaflokknum og var áður aðstoðarforsætisráðherra og utanríkisráðherra Möltu frá 1996 til 1998 í ríkisstjórn forsætisráðherrans Alfreds Sant. Hann varð aftur utanríkisráðherra árið 2013 og gegndi því embætti til ársins 2017 í ríkisstjórn Josephs Muscat.[2][3]

Bakgrunnur[breyta | breyta frumkóða]

Vella fæddist í Żejtun þann 24. apríl 1942 og lauk grunnskólanámi þar.[4] Vella útskrifaðist úr lækna- og skurðlæknadeild Möltuháskóla árið 1964 og varð löggiltur læknir.[4][5] Hann hlaut vottorð í fluglækningum frá Farnborough í Bretlandi og hefur sérhæft sig í fjölskyldulækningum frá árinu 2003.[5] Vella var starfsnemi við Spitala Heilags Lúkasar og vann síðan sem yfirlæknir í þurrkví hafnargarðs Möltu frá 1966 til 1973.[4] Hann vann síðan sem yfirlæknir hjá maltneska ríkisflugfélaginu Air Malta og sem ráðgjafi í fluglækningum.[4]

Eiginkona Vella er Miriam[6] og þau eiga tvær dætur, einn son og sjö barnabörn.[2][3][6]

Ferill[breyta | breyta frumkóða]

Verkamannaflokkurinn[breyta | breyta frumkóða]

Vella gekk í maltneska Verkamannaflokkinn og hóf störf fyrir þing landsins árið 1976.[4] Hann var kjörinn á þing í janúar 1978 og aftur árin 1981, 1992, 1996, 1998, 2003, 2008 og 2013.[4] Hann var þingmaður fyrir þriðja og fimmta kjördæmi landsins.[2][3]

Árið 1978 var Vella varafulltrúi á Evrópuráðsþinginu og veitti skýrslu um mengun hafsins við Fastaþing sveitar- og héraðsstjórna Evrópu (CLRAE).[4] Frá janúar til maí 1987 var Vella fastafulltrúi Möltu hjá Evrópuráðinu.[2]

Árið 1992 var Vella kjörinn varaleiðtogi Verkamannaflokksins í þingmálefnum og talsmaður flokksins i utanríkismálum. Hann gegndi þessu hlutverki til ársins 2003.[4] Hann var varaformaður sameiginlegrar þingnefndar Möltu og Evrópusambandsins.[2][3] Frá 1995 til 1996 sat Vella í viðskipta- og utanríkismálanefndum þingsins.[2]

Varaforsætisráðherra og utanríkisráðherra[breyta | breyta frumkóða]

Skrifstofa Vella á meðan hann var varaforsætisráðherra og utanríkisráðherra.

Vella var útnefndur varaforsætisráðherra og utanríkis- og umhverfisráðherra í október árið 1996.[3] Hann fór aftur fyrir utanríkisráðuneytinu frá mars 2013 til júní 2017.[2]

Vella hefur lýst yfir stuðningi við lýðræðislegar umbætur innan Sameinuðu þjóðanna og stofnun alþjóðlegs stjórnmálakerfis sem gerði það auðveldara að draga aðila til ábyrgðar.[7]

Forseti Möltu[breyta | breyta frumkóða]

Snemma árið 2019 voru uppi vangaveltur um að Vella yrði næsti forseti Möltu.[8] Verkamannaflokkurinn útnefndi síðan Vella forsetaefni sitt ásamt samstarfsflokki sínum, Þjóðernisflokknum.[9][10] Maltneski Lýðræðisflokkurinn lýsti yfir stuðningi við tilnefningu Vella en sniðgekk engu að síður atkvæðagreiðslu um forsetakjörið til þess að krefjast stjórnarskrárbreytingar þess efnis að stuðning tveggja þriðju þingmanna þyrfti til að kjósa forsetann.[11] Atkvæðagreiðsla um nýjan forseta fór fram þann 2. apríl 2019 og þingið kaus að staðfesta tilnefningu Vella, sem var eini frambjóðandinn.[12] Vella sór embættiseið sem nýr forseti Möltu þann 4. apríl 2019.[13][14]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

 1. Scicluna, Luke (2. apríl 2019). „George Vella approved as Malta's next President“. Times of Malta. Sótt 2. apríl 2019.
 2. 2,0 2,1 2,2 2,3 2,4 2,5 2,6 „The Minister“. Afrit af upprunalegu geymt þann 6. febrúar 2015. Sótt 2. mars 2015.
 3. 3,0 3,1 3,2 3,3 3,4 „Minister of Foreign Affairs - Maltese Consulate“. Afrit af upprunalegu geymt þann 19. apríl 2019. Sótt 20. ágúst 2015.
 4. 4,0 4,1 4,2 4,3 4,4 4,5 4,6 4,7 „Dr.GEORGE W.VELLA MD.,Cert. GAM (UK), KOM., KCMG“ (PDF). newsbook.com.mt.
 5. 5,0 5,1 „George Vella Biography“. www.gov.mt.
 6. 6,0 6,1 „Who is Dr George Vella? - TVM News“. TVM English (bandarísk enska). Sótt 16. júní 2021.
 7. „Supporters“. Campaign for a UN Parliamentary Assembly (bandarísk enska). Sótt 21. september 2017.
 8. „Who is George Vella? This Maltese politician may be Malta's next President“. www.guidememalta.com (enska). Sótt 16. júní 2021.
 9. Amaira, Ruth (7. mars 2019). „PN Parliamentary Group to vote in favor of nomination of George Vella for President“. TVM News. Sótt 28. mars 2019.
 10. „Maltese parliament approves George Vella as president - Xinhua | English.news.cn“. www.xinhuanet.com. Afrit af upprunalegu geymt þann 3. apríl 2019. Sótt 16. júní 2021.
 11. „PD to boycott parliamentary debate on presidential nomination“. Times of Malta. 2. apríl 2019. Sótt 2. apríl 2019.
 12. „MPs to vote on George Vella for president on April 2“. Times of Malta. 13. mars 2019. Sótt 28. mars 2019.
 13. Scicluna, Christopher (4. apríl 2019). „President Vella delivers unifying address after swearing-in“. Times of Malta. Sótt 5. apríl 2019.
 14. „Watch - Updated: George Vella sworn in as Malta's 10th President of the Republic - The Malta Independent“. www.independent.com.mt. Sótt 16. júní 2021.


Fyrirrennari:
Marie-Louise Coleiro Preca
Forseti Möltu
(4. apríl 20194. apríl 2024)
Eftirmaður:
Myriam Spiteri Debono