George Robert Gray
Útlit
George Robert Gray (fæddur 8. júlí 1808, dáinn 6. maí 1872) var enskur dýrafræðingur og rithöfundur. Hann var yfir fuglahluta British Museum í London í 41 ár. Hann var yngri bróðir John Edward Gray og sonur grasafræðingsins Samuel Frederick Gray.
Mikilvægasta ritverk hans var Genra of Birds (1844-49), sem myndskreytt var af David William Mitchell og Joseph Wolf og innihélt 46.000 fræðigreinar.
Gray hóf störf við British Museum sem aðstoðarvörður dýrafræðideildarinnar árið 1831. Hann hóf feril sinn á að skrá skordýr og gaf út ritið Entomology of Australia (skordýrafræði Ástralíu) árið 1833.
Árið 1833 stofnaði hann það sem síðar varð Hið konunglega skordýrafræðifélag London.