Gemella
Útlit
Gemella | ||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||
| ||||||||||||
Tegundir[1] | ||||||||||||
G. bergeri |
Gemella er ættkvísl Gram-jákvæðra baktería (gerla) sem vaxa best við háan styrk CO2. Þær eru valfrjálst loftfælnar og bæði oxidasa- og katalasa neikvæðar. Þær nota eingöngu gerjandi efnaskipti, ýmist með myndun ediksýru og mjólkursýru eða ediksýru og CO2. Þannig stundar til dæmis G. haemolysans mjólkur- og ediksýrumyndandi gerjun ef súrefni er ekki til staðar í æti hennar, en sé súrefni til staðar myndar hún ediksýru og CO2 í jöfnum hlutföllum [2].
Bakteríur af Gemella ættkvísl finnast einkum í slímhúðum manna og annarra spendýra, gjarnan í munnholi og ofanverðum meltingarvegi.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Euzéby, J. P. „List of Prokaryotic Names with Standing in Nomenclature“. Sótt 16. desember 2008.
- ↑ Stackebrandt, E., B. Wittek, E. Seewaldt, og K. H. Schleifer (1982). „Physiological, biochemical and phylogenetic studies on Gemella haemolysans“. FEMS Microbiology Letters. 13: 361–365. doi:10.1111/j.1574-6968.1982.tb08288.x.