Fara í innihald

Geislameðferð

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Geislameðferð er meðferð í geislalækningum með orkumikilli jónandi geislun á kjörmeðferðarsvæði í því skyni að eyða krabbameinsæxlum eða meinvörpum. Línhraðall, sem er ein tegund eindahraðals, er notaðaður til að gefa ytri geislameðferð. Við innri geislameðferð eru notaðar geislavirkar samsætur. (Áður fyrr voru geislavirku samsæturnar radín-226 og kóbalt-60 oftast notaðar til geislameðferðar.) Yfirleitt er gefinn geislaskammturinn 2 Gy á kjörmeðferðarsvæði hvern virkan dag upp að 40 til 60 Gy heildargeislaskammti. Geislameðferð er gefin af geislafræðingum á Geislaeðlisfræðideild Landspítala.

  Þessi heilsugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.