Geislaskammtur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Geislaskammtur er mælikvarði á þá orku sem gleypist í tilteknum massa vegna jónandi geislunar. SI-mælieining er grei, táknuð með Gy. (Eldri mælieining er rad, þar sem 1 rad = 0,01 Gy.) Raffræðilegur geislaskammtur, mældur í einingunni röntgen og táknuð með R, er sá geislaskammtur af röntgen- eða gammageislum sem myndar einingarskammt af já- og neikvæðum jónum í hverju kílógrammi af lofti. (1 R = 2,58 . 10-4 C/kg.) Mælieininingin röntgen er ekki SI-eining. Við geislameðferð er oftast gefinn ákveðinn, lágur geislaskammtur á kjörmeðferðarsvæði í 4 til 6 vikur. Öfugt við geislaskammt tekur geislaálag tillit til líffræðilegra áhrifa geislunar.