Geirleifur Hrappsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Geirleifur Hrappsson var landnámsmaður í Eyjafirði. Hann nam Hörgárdal að norðvestan, allt upp til Myrkár, og bjó í Haganum forna, það er að segja Fornhaga.

Landnáma segir að bróðir Geirleifs hafi verið Grenjaður Hrappsson, landnámsmaður á Grenjaðarstað. Sonur Geirleifs var Björn hinn auðgi, forfaðir Auðbrekkumanna.

Tengill[breyta | breyta frumkóða]

  • „Landnámabók. Af snerpu.is“.