Grenjaður Hrappsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Grenjaður Hrappsson var landnámsmaður í Suður-Þingeyjarsýslu. Hann var bróðir Geirleifs Hrappssonar landnámsmanns í Hörgárdal.

Grenjaður nam land, eins og segir í Landnámabók um „Þegjandadal og Kraunaheiði, Þorgerðarfell og Laxárdal neðan“ og bjó á Grenjaðarstað. Kona hans var Þorgerður Helgadóttir og sonur þeirra var Þorgils vámúli, afi Ófeigs Járngerðarsonar í Skörðum, sem tókst á við Guðmund ríka á Möðruvöllum. Dóttir Grenjaðar, ónefnd, giftist Áskeli syni Eyvindar Þorsteinssonar landnámsmanns í Reykjadal og var móðir Víga-Skútu.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

  • „Landnámabók. Af Snerpu.is“.