Garðskagi
Útlit
64°04.09′N 22°41.15′V / 64.06817°N 22.68583°V

Garðskagi er ysti tanginn á Miðnesi á Reykjanesskaga í Suðurnesjabæ. Tveir vitar standa á Garðskaga. Sá eldri (og minni) var reistur árið 1897. Sá nýrri og hærri var reistur árið 1944.
