Garðlönd
Útlit
Garðlönd eða félagsgarðar er landsvæði sem sveitarfélag úthlutar til einstaklinga eða félagasamtaka fyrir garðyrkju eða matjurtaræktun í smáum stíl og til einkanota. Landinu er þá skipt í garða sem einstaklingar eða fjölskyldur fá úthlutað til eins árs eða lengri tíma. Slík garðlönd voru vinsæl í útjaðri borga í Evrópu og Ameríku á 19. öld og á fyrri hluta 20. aldar en hafa stundum horfið eða flust lengra burt þegar borgirnar hafa stækkað.