Fara í innihald

Garðerta

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Garðertur)
Gráerta
Baunabelgur (eða baunaskálpur)
Baunabelgur (eða baunaskálpur)
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
(óraðað) eudicot
Ættbálkur: Belgjurtabálkur (Fabales)
Ætt: Belgjurtaætt (Fabaceae)
Undirætt: Faboideae
Ættflokkur: Vicieae
Ættkvísl: Pisum
Tegund:
Gráerta

Tvínefni
Pisum sativum
L.
Pisum sativum

Gráerta eða matarerta (matbaun, en ranglega kallaðar grænar baunir) (fræðiheiti: Pisum sativum) er matjurt af ertublómaætt. Jurtin er stundum ræktuð sem skrautplanta, en oftast vegna baunanna (sem eru fræ plöntunnar). Flestir líta á gráertuna sem grænmeti, en frá sjónarhóli grasafræðinnar er hún ávöxtur. Utan um erturnar er svonefndur baunabelgur eða baunaskálpur.

Gregor Mendel notaði gráertur við erfðafræðitilraunir sínar.

Undirtegundir

[breyta | breyta frumkóða]

Garðerta (Pisum sativum sativum) er undirtegund gráertunnar og gulertur eru klofnar og þurrkaðar matarertur og eru t.d. notaðar í baunasúpu. Sum garðertuafbrigði, eins og snjóertur (fr. mangetout = „étist allt“) bera ertur sem eru borðaðar með fræbelgnum.

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.