Fara í innihald

Galatía

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kort sem sýnir rómversku nýlenduna Galatíu.

Galatía hin forna var svæði á hálendinu á miðjum Anatólíuskaganum þar sem nú er Tyrkland. Í norðri átti Galatía landamæri að Biþyníu og Paflagóníu, í austri að Pontus, í suðri að Lýkaóníu og Kappadókíu og í vestri að leifunum að Frýgíu sem Gallar höfðu lagt undir sig að hluta.

Galatía var svo nefnd eftir gallverskum ættflokki frá Þrakíu sem lögðu svæðið undir sig á 3. öld f.Kr.. Íbúar þar voru blanda af Göllum og Grikkjum. Galatar voru upphaflega hluti af þjóðflutningum Kelta sem réðust inn í Makedóníu undir stjórn gallverska höfðingjans Brennusar annars. Hann réðist inn í Grikkland árið 281 f.Kr. og klofningshópur úr liði hans fór gegnum Þrakíu 279 f.Kr. og kom til Litlu-Asíu 278-277 f.Kr.

Galatía var gerð að rómversku skattlandi af Ágústusi keisara árið 25 f.Kr.

Galatar töluðu enn keltneska málið galatísku á tímum Híerónýmusar kirkjuföður (d. 430).