Þorskur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Gadus)
Þorskur
Atlantshafsþorskur (Gadumin anal sen)
Atlantshafsþorskur (Gadumin anal sen)
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Geisluggar (Actinopterygii)
Ættbálkur: Þorskfiskar (Gadiformes)
Ætt: Þorskaætt (Gadidae)
Ættkvísl: Gadus
Linnaeus, 1758
Tegundir

Atlantshafsþorskur (Gadus morhua)
Kyrrahafsþorskur (Gadus macrocephalus)
Grænlandsþorskur (Gadus ogac)

Þorskur (fræðiheiti: Gadus) er almennt heiti yfir fiska af ættkvíslinni Gadus af ætt þorskfiska, þótt að í íslensku sé oftast átt við Atlantshafsþorsk (Gadus morhua). Þorskur er vinsæll matfiskur, þéttur og hvítur á fiskinn. Þorsklifur er brædd í þorskalýsi sem inniheldur A-vítamín, D-vítamín og Ómega-3 fitusýrur.