Gísli Rúnar Jónsson - Blessað stríðið sem gerði syni mína ríka

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Gísli Rúnar Jónsson - Blessað stríðið sem gerði syni mína ríka
Forsíða Gísli Rúnar Jónsson - Blessað stríðið sem gerði syni mína ríka

Bakhlið Gísli Rúnar Jónsson - Blessað stríðið sem gerði syni mína ríka
Bakhlið

Gerð SG - 108
Flytjandi Gísli Rúnar Jónsson
Gefin út 1977
Tónlistarstefna Gamanefni
Útgáfufyrirtæki SG - hljómplötur
Upptökustjórn Sigurður Árnason

Gísli Rúnar Jónsson - Blessað stríðið sem gerði syni mína ríka er 33 snúninga LP hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1977. Á henni flytur Gísli Rúnar Jónsson og félagar gamanefni og lög um seinni heimsstyrjöldina þar sem hernámsárin á Íslandi eru lofsungin. Magnús Ingimarsson útsetti alla tónlist á plötunni, stjórnaði hljómsveitarundirleik og lék jafnframt á orgel og píanó allsstaðar þar sem til þess heyrist (einnig þar sem það er mjög veikt) nema í lögunum Upphaf stríðsins og Lok stríðsins (Árni Elfar). Hljóðritun fór fram hjá Tóntækni h.f. Tæknimaður var Sigurður Árnason, sem jafnframt annaðist hljóðblöndun ásamt Gísla Rúnari. Hönnun og útlit á albúmi: Gísli Rúnar. Ljósmyndari: Kristján Ólafsson. Útlitsteikning: Bjarni Jónsson. Koparstunga: Björgvin F. Magnússon. Prentun: Grafík


Lagalisti[breyta | breyta frumkóða]

 1. Upphaf stríðsins 1939
 2. Helztu fréttir 1939-40 Hljóðdæmi 
 3. Örstutt talað efni
 4. Fjallkerlingin er föl 1940
 5. Örstutt talað efni
 6. Þjóðverjar handteknir 1940
 7. Örstutt talað efni
 8. Bretavinnan 1940
 9. Saknaðarsöngur brezka hermannsins 1940
 10. Hæ litla 1940
 11. Þetta er indælt stríð
 12. Örstutt talað efni
 13. Í brezkri byrgðaskemmu 1941
 14. Örstutt talað efni
 15. Nýr og enn glæsilegri verndari
 16. Notað og nýtt 1941
 17. Örstutt talað efni
 18. Verðlaunalag Ríkisútvarpsins 1942
 19. Örstutt talað efni
 20. Skyldi setuliðinu ekki leiðast á Íslandi
 21. Ástkona háls-, nef og eyrnalæknisins og Fangar í Síberíu 1943
 22. Örstutt talað efni
 23. Ha-Ló-Ha-Na-Nú 1944
 24. Örstutt talað efni
 25. Lýðveldisdagurinn 17. júní 1944
 26. Örstutt talað efni
 27. Friðardagurinn 8. maí 1945
 28. Örstutt talað efni
 29. You´r Gonna Miss Your Dad-Dad-Daddy 1945
 30. Blessað stríðið, sem gerði syni mína ríka
 31. Lok stríðsins 1945


Aðrir[breyta | breyta frumkóða]

Aðrir hljóðfæraleikarar voru: Alfreð Alfreðsson og Guðmundur R. Einarsson á trommur og eldspýtur, Axel Kristjánsson á bassa, Árni Scheving á bassa, sylofón og vibrafón og Birgir Karlsson á gítar, banjo, mandolín og hurð ásamt ótölulegum fjölda annarra hljóðfæraleikara úr Sinfóníuhljómsveit Íslands.