Gísli Ásmundsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Gísli Ásmundsson (24. mars 190629. júní 1990) var þýskukennari og afkastamikill þýðandi. Hann er einna þekktastur fyrir þýðingar sínar á bókum Stefan Zweig (Magellan, könnuður Kyrrahafsins), Thomas Mann (Tóníó Kröger), Goethe (Raunir Werthers unga) og Karen Blixen (Jörð í Afríku). Þá þýddi hann einnig fjölda barnabóka, svo sem bækurnar um Hardý-bræðurna Frank og Jóa.

Gísli stundaði nám í bókmenntasögu, þýsku og mannkynssögu við háskólana í Heidelberg, Leipzig og Vín á árunum 1930-1933. Hann var kennari við Verslunarskóla Íslands í fjörtíu ár, frá 1933 til 1973.

  Þessi æviágripsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.