Gæludýrin
Útlit
Gæludýrin (e. The Pets, þ. Die Haustiere, d. Kæledyrene) er skáldsaga eftir íslenska rithöfundinn Braga Ólafsson sem kom út árið 2001. Gæludýrin var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2001 og Menningarverðlauna DV 2002. Hún hefur verið gefin út í Danmörku í danskri þýðingu, Þýskalandi í þýskri þýðingu og Bandaríkjunum í enskri þýðingu. Bókin fékk víða góða dóma bæði á Íslandi og erlendis. Bókin er 248 blaðsíður og er önnur skáldsaga Braga.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Um Gæludýrin á vef Bjarts[óvirkur tengill]
- Kafka light, bókmenntagagnrýni í DV 21. nóvember 2001