Fara í innihald

Franska Miðbaugs-Afríka

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kort sem sýnir Frönsku Miðbaugs-Afríku

Franska Miðbaugs-Afríka var nýlenda sem Frakkar stofnuðu í Mið-Afríku árið 1910. Nýlendan náði yfir Frönsku Kongó (síðar Vestur-Kongó) og Gabon, Oubangui-Chari (síðar Mið-Afríkulýðveldið), Tsjad og, eftir Fyrri heimsstyrjöld, Frönsku Kamerún (síðar Kamerún). Landstjórinn hafði aðsetur í Brazzaville en var með fulltrúa á hverju yfirráðasvæði fyrir sig.

Í Síðari heimsstyrjöld gengu öll yfirráðasvæðin nema Gabon til liðs við Frjálsa Frakka. Eftir stríð fékk nýlendan fulltrúa í franska þinginu. Árið 1958 var haldin þjóðaratkvæðagreiðsla þar sem íbúar kusu að gerast sjálfstæður hluti af Franska samveldinu. Í kjölfarið var nýlendunni skipt upp. Árið 1959 mynduðu löndin Mið-Afríkusambandið en það var lagt niður þegar þau fengu fullt sjálfstæði árið 1960.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.