Francis Herbert Bradley
Útlit
Francis Herbert Bradley | |
---|---|
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 30. janúar 1846 |
Svæði | Vestræn heimspeki |
Tímabil | Heimspeki 19. aldar, Heimspeki 20. aldar |
Skóli/hefð | Breska hughyggjan |
Helstu ritverk | Appearance and Reality; Essays on Truth and Reality |
Helstu kenningar | Appearance and Reality; Essays on Truth and Reality |
Helstu viðfangsefni | frumspeki, siðfræði, söguspeki, rökfræði |
Francis Herbert Bradley (30. janúar 1846 – 18. september 1924) var breskur heimspekingur.
Heimspeki
[breyta | breyta frumkóða]Bradley hafnaði nytjastefnunni og raunhyggjunni í enskri heimspeki sem var undir miklum áhrifum frá John Locke, David Hume og John Stuart Mill. Bradley var einn helsti hugsuður bresku hughyggjunnar, sem var undir miklum áhrifum frá Immanuel Kant og þýsku hughyggjumönnunum Johann Fichte, Friedrich Schelling og Georg Wilhelm Friedrich Hegel en hann reyndi þó að gera lítið úr þessum áhrifum.
Helstu rit Bradleys
[breyta | breyta frumkóða]- Ethical Studies, 1876
- Appearance and Reality, 1893
- Essays on Truth and Reality, 1914
- The Principles of Logic, 1922
- Collected Essays, 1935
- The Presuppositions Of Critical History, 1968