Fara í innihald

Fríborð

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mælieiningar skips. Fríborð er táknað með f.

Fríborð er sá hluti skipsskrokks sem nær frá vatnsborði að brún efra þilfars sem er lægsti punktur þar sem sjór getur flotið inn í skipið. Á stærri skipum er fríborðið mælt frá hleðslumerki sem markar mestu öruggu djúpristu.

Keppnisbátar eru með lágt fríborð til að spara yfirbyggingu og þyngd og auka þannig hraða. Hærra fríborð gefur betri vörn gegn öldugangi og meira rými innanborðs.

  Þessi skipagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.