Fara í innihald

Frá Íslandi til Vesturheims Saga Sumarliða Sumarliðasonar gullsmiðs frá Æðey

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Frá Íslandi til Viesturheims
Saga Sumarliða Sumarliðasonar gullsmiðs frá Æðey
HöfundurHulda Sigurborg Sigtryggsdóttir
Hönnuður kápuSvava Kristín Egilsson
LandÍsland
Tungumálíslenska
ÚtgefandiHið Íslenska Bókmenntafélag og Sögufélag

Frá Íslandi til Vesturheims Saga Sumarliða Sumarliðasonar gullsmiðs frá Æðey er bók eftir Huldu Sigurborgu Sigtryggsdóttur. Sumarliði Sumarliðason (1833-1926) var alþýðumaður. Þegar Sumarliði var orðinn 25 ára fór hann til Kaupmannahafnar og lærði gullsmíði. Sumarliði kom heim eignaðist konu í Vigur sem hét Marta en skildi við hana. Eignaðist þá aðra konu sem hét María en hún dó síðan. Sumarliði varð síðan ástfanginn af þriðju konunni þegar hann var 47 ára og hún 24 ára en hún hét Helga. Sumarliði fór til Vesturheims og settist þar að í tveimur fylkjum Norður-Dakóta og Washingtonríki. Sumarliði skrifaði dagbækur á árunum 1851-1914 sem Hulda byggir á í rannsókn sinni. Sumarliði eignaðist samtals 13 börn á ævi sinni. Saga Sumarliða Sumarliðasonar er byggð á einsögurannsókn og gæti flokkast sem einsaga innan alþýðumenningar.

Sumarliði fæddist þann 23. febrúar árið 1833. Foreldrar Sumarliða voru Sumarliði Brandsson og Helga Ebenesersdóttur. Sumarliði eldri og Helga áttu Sumarliða í lausaleik. Sumarliði eldri bjó á Kollabúðum í Þorskafirði á Vestfjörðum og eiginkona hans var Ingibjörg Jónsdóttir meðan Helga var vinnukona þá á bænum. Fjölskylda Sumarliða var fátæk og hann gat ekki farið viðurkenndan skóla. Á æsku árum sínum kynntist Sumarliði Matthíasi Jochumssyni sem bjó á Skógum rétt hjá Kollabúðum. Sumarliði var handlaginn og þegar hann var um fermingaraldur fékk hann kennslu hjá Jón Eyjólfssyni silfursmið í Svefneyjum.[1] Sumarliði fór síðan á sjó en þegar hann var 25 ára fór hann til Kaupmannahafnar og lærði gullsmíði. Gullsmíði átti eftir að vera ævistarf Sumarliða.[2]

Lífið í Vigur og Æðey

[breyta | breyta frumkóða]

Árið 1862 fluttist Sumarliði út í eyjuna Vigur þegar hann var 30 ára gamall. Í Vigur giftist hann Mörtu R. Kristjánsdóttur sama ár. Marta var 10 árum yngri en Sumarliði. Þau eignuðust sitt fyrsta barn árið 1863 sem fékk nafnið Erlendur Þórarinn. Síðan fór Sumarliði til Björgvinjar til þess að kaupa veiðarfæri þar sem hann átti að fá styrk frá Clausen-versluninni á Vestfjörðum. Sumarliði lét senda veiðifærin sem hann keypti til Íslands frá Kaupmannahöfn. Stefán Bjarnason sýslumaður í Ísafjarðarsýslu hélt að Sumarliði myndi ekki koma aftur til Íslands og þá fékk Sumarliði engan styrk. Sumarliði kom heim til Ísafjarðar og fór á fund. Sumarliði gagnrýndi stjórn Ísafjarðarsýslu. Það endaði með því að Sumarliði þurfti að greiða allan ferðakostnað sinn og þá fóru menn að rukka hann skömmu síðar.

Hjónabandið í Vigur gekk ekki vel hjá Sumarliða og Mörtu. Marta drakk mikið. Það endaði með því að Sumarliði fór út í Æðey í apríl árið 1867 og síðan skildu þau Marta 16. maí sama ár.[3] Í Æðey leigði Sumarliði hjá Rósinkar Árnasyni. Hjá Rósinkars vann vinnukona sem hét María Kristjana Þórðardóttir. María og Sumarliði urðu ástfanginn og eignuðust stúlku árið 1873 sem fékk nafnið Sigríður. Þau eignuðust annað barn árið 1875 sem var drengur og fékk nafnið Árni Sigurður. Sumarliði fékk 360 álnir af Æðey og 150 ríkisdali sem hann seldi síðan Erlendi syni sínum. Þann 27. apríl árið 1874 drukku Sumarliði og Þorsteinn Thorstensen úti í Æðey. Þorsteinn sagði að Sumarliði hafi selt sér hlutann í Æðey en Sumarliði sagðist ekki muna eftir því og neitaði að selja lóðina. Þorsteinn kærði Sumarliða og árið 1875 sagði sýslumaðurinn Stefán Bjarnason að Sumarliði ætti að afhenda Þorsteini jörðina.

Sumarliði og fjölskylda var þá heimilslaus og Sumarliði fór til Norðurlanda meðan María, Árni og Sigríður fóru í fóstur og Erlendur Þórarinn fór til móður sinnar. Tíminn hjá Sumarliða á Norðurlöndunum var ekki góður hann var mjög fátækur, varð með tannpínu og hausverk. Sumarliði kom síðan til Íslands og fékk þær fréttir að Landsyfirréttur hafði dæmt mál Þorsteins gegn sér ógilt. Sumarliði og Maríu fluttu þá aftur í Æðey með Árna Sigurð. Þau eignuðust annað barn sem hét Sumarliði Brans og fæddist árið 1878. Árið 1880 fæddist Kristján Maríus. María varð mjög veik af þeim barnsburði og dó 9 dögum seinna. Kristján Maríus lifði aðeins í sjö mánuði. Sumarliði fékk til sín ráðskonu sem hét Helga Kristjánsdóttir. Sumarliði var orðinn þá 47 ára meðan Helga 24 ára en þau urðu ástfanginn. Þau eignuðust stúlku sem fékk nafnið María Kristjana og fæddist árið 1884.[4]

Árin í Norður-Dakóta

[breyta | breyta frumkóða]

Árið 1884 fluttu Sumarliði og fjölskylda til Vesturheims. Sumarliði vildi flytja til Dakóta í Bandaríkjunum. Sumarliði Brans og María Kristjana voru sett í fóstur og fóru því ekki með Sumarliða en hin börnin, kona hans og vinnufólk fóru með honum. Þau fóru 11. september og voru kominn til New York 30. september.[5] Þau settust síðan að í Pempinahéraði í Norður-Dakóta. Pembina var lítill bær þegar Sumarliði og fjölskylda settust þar að. Mikið var á Íslendingum og mikill íslensk menning myndaðist í Pembina. Sumarliði fékk hús leigt nálægt Garðar og Árni fóru í skóla meðan Erlendur, Hjálmar og Fríða voru kominn með sína eigin vinnu. Sumarliði stundaði nautgriparækt sem gekk ekki vel. Um vorið var húsið sem þau voru að leiga varð seld Norðmanni. Sumarliði byggði sitt eigið hús í Görðum og stuttu eignuðust Sumarliði og Helga hana Kristínu Rannveigu. Erlendur dó úr tæringu árið 1886.

Sumarliði stundaði akurrækt en hins vegar gekk uppskeran mjög illa og akrarnir skrælnuðu upp af hita. Árið 1887 kom María Kristjana þriggja ára dóttir Sumarliða til Garða eftir langa ferð. Stutt seinna eignuðust Sumarliði og Helga annan strák sem fékk nafnið Markús Kristján. Veturinn 1888 var mjög erfiður fyrir fólki í Pembina-héraði. Sumarliði leigði smíðaverkstæði í Milton og nóg að gera hjá honum hins vegar gat hann ekki borgað skuldir sínar fyrsta sinn á ævinni. Sumarliði og Helga eignuðust aftur strák sem fékk nafnið Júlíus Adólf (Júlli). Árið 1892 eignuðust þau stúlku sem fékk nafnið Halldóra. Sumarliði tók lán í bankanum árið 1895 vegna fjárhagsvandræða. Sama ár eignuðust Sumarliði og Helga annað barn en það dó úr pest skömmu síðar. Minna varð að gera á verkstæðinu því yngri smiðir voru fluttir í Milton. Árið 1897 fæddist Benjamín Franklín og árið 1898 kom Bransi til Norður-Dakóta. Síðasta barn Helgu og Sumarliða fæddist árið 1899. Þá var Sumarliði orðinn 66 ára meðan Helga kona hans orðinn 43 ára.[6]

Leiðin liggur til Washingtonríkis

[breyta | breyta frumkóða]

Sumarliði og Helga og hans 10 börn fluttu til bæjarins Ballard sem bjuggu um 6.000 manns og var í Washingtonríki. Ballard er stutt frá borginni Seattle. Mun færri Íslendingar bjuggu í Ballard heldur en í Pembina og þar ríkti meira alþjóðleg menning heldur en íslensk menning. Sumarliði tók annað lán fyrir húsi. Sumarliði sá tækifæri í því að fara í laxaframleiðslu þar sem hann keypi laxa og beinhreinsaði þá og setti þær í salttunnur. Ekki varð mikið úr þeim viðskiptum því fólki fannst laxinn of dýr. Sumarliði náði að senda börn sín í alþýðuskóla í Ballard en hins vegar fóru Sigríður, Bransi og Árni að vinna. Betri tækifæri voru fyrir börn Sumarliða í Washingtonríki heldur en í Pembinahéraði. Kristín Rannveig veiktist árið 1903. Árið 1904 var Árni orðinn byggingarverktaki. Í Ballard var minna um kirkjustarf heldur en í Pembinahéraði. Kristín Rannveig var greindist með tæringu vorið 1904. María útskrifaðist úr háskólanum með hæstu einkunn árið 1905. Árið 1906 dó Kristín Rannveig og Markús Kristján dó síðan líka úr veikindum stuttu seinna.

Í byrjun árs 1910 flutti Sumarliði til Tumwater. Sumarliði var þá kominn á áttræðisaldur og Helga, Lúlli, Alfreð Magnús og Benjamín Franklín fóru með honum til Tumwater meðan eldri börnin voru áfram í Ballard. Sumarliði fann mikla ánægju í ávaxtarækt og var mest að rækta epli. Dóra útskrifaðist úr háskólanum það sumar og það með hæstu einkunn árið 1910. Lúlli hafði verið mikið veikur og dó árið 1916. Árni keypti lóðina í Tumwater og borgaði lánið sem Sumarliði tók. Helga og Sumarliði bjuggu samt áfram í Tumwater. Árið 1912 var mikill breyting fyrir Helgu því þá gat hún kosið í fyrsta sinn þar sem konur fengu kosningarrétt í Washingtonríki fyrst árið 1911. Árið 1916 var Sumarliði orðinn blindur og heyrnaskertur. Þá sat hann að mestu heima síðustu tíu árin. Sumarliði missti síðan þrjú önnur börn sín úr sjúkdómum á næstu árum þau Alfreð Magnús, Benjamín Franklín og Sigríður. Sumarliði var þá búinn að missa níu börn sín meðan Helga var búinn að missa sex börn sín. Sumarliði dó síðan 29. mars árið 1926.[7]

Hugtakaskrá

[breyta | breyta frumkóða]
  • Alþýðumenning er oft hugtak sem er notað í rannsóknum sem á að sýn tengsl milli hversdagslíf og menningu. Alþýðumenning er oft notuð sem andstaða við yfirstéttarmenningu.
  • Dagbók er frumheimild og sýnir inn í líf einstaklinga um hvernig þeir lifa lífi sínu. Dagbækur eru merkilegar heimildir og eru mikið notaðar í einsögurannsóknum.
  • Einsaga eru sögur sem eru byggðar á rannsóknum um einstaklinga, litla hópa eða öðru sem er byggt á litlum einingum.
  • Menntun: Rannsóknir sem eru byggðar á menntun eru oft notaðar í skólasögurannsóknum en einnig fjölskyldusögur sem gátu ekki sent börn sín í skóla eða gátu það rétt svo. [8]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Hulda Sigurborg Sigtryggsdóttir, Frá Íslandi til Vesturheims. Saga Sumarliða Sumarliðasonar gullsmiðs frá Æðey, bls.11-17.
  2. Hulda Sigurborg Sigtryggsdóttir, Frá Íslandi til Vesturheims. Saga Sumarliða Sumarliðasonar gullsmiðs frá Æðey, bls. 32-44.
  3. Hulda Sigurborg Sigtryggsdóttir, Frá Íslandi til Vesturheims. Saga Sumarliða Sumarliðasonar gullsmiðs frá Æðey, bls. 48-71.
  4. Hulda Sigurborg Sigtryggsdóttir, Frá Íslandi til Vesturheims. Saga Sumarliða Sumarliðasonar gullsmiðs frá Æðey, bls. 72-91.
  5. Hulda Sigurborg Sigtryggsdóttir,Frá Íslandi til Vesturheims. Saga Sumarliða Sumarliðasonar gullsmiðs frá Æðey, bls. 101-125.
  6. Hulda Sigurborg Sigtryggsdóttir, Frá Íslandi til Vesturheims. Saga Sumarliða Sumarliðasonar gullsmiðs frá Æðey, bls. 141-225.
  7. Hulda Sigurborg Sigtryggsdóttir, Frá Íslandi til Vesturheims. Saga Sumarliða Sumarliðasonar gullsmiðs frá Æðey, bls. 237-275.
  8. Sigurður Gylfi Magnússon, "Skilgreining hugtaka", bls. 292-331.
  • Hulda Sigurborg Sigtryggsdóttir, Frá Íslandi til Vesturheims. Saga Sumarliða Sumarliðasonar gullsmiðs frá Æðey (Reykjavík 2002).
  • Sigurður Gylfi Magnússon, "Skilgreining hugtaka", Sjálfssögur. Minni, minningar og saga (Reykjavík 2005), bls. 287-368.