Flakkarinn með Óðni Valdimarssyni
Jump to navigation
Jump to search
Flakkarinn | |
![]() | |
Gerð | 45-2007 |
---|---|
Flytjandi | Óðinn Valdimarsson og Atlantic kvartettinn |
Gefin út | 1960 |
Tónlistarstefna | Dægurlög |
Útgáfufyrirtæki | Íslenzkir tónar |
Flakkarinn er 45-snúninga hljómplata gefin út af Íslenzkum tónum árið 1960. Á henni flytja Óðinn Valdimarsson og Atlantic kvartettinn tvö lög. Kvartettinn skipuðu Finnur Eydal, klarinett, Ingimar Eydal, píanó, harmonika, Edwin Kaaber, gítar og Sveinn Óli Jónsson, trommur. Helena Eyjólfsdóttir lék á slagverk. Platan er hljóðrituð í mono. Upptaka: Ríkisútvarpið. Umslag: Amatörverslunin ljósmyndastofa. Pressun: Nera í Osló. Prentun: ÞEGG.