Flókadalur (Skagafirði)
Útlit
Flókadalur er bæði dalur og byggðarlag í Skagafjarðarsýslu og er kenndur við Hrafna-Flóka Vilgerðarson, sem sagður er hafa numið þar land þegar hann sneri aftur til Íslands löngu eftir að hann hafði vetrardvöl í Vatnsfirði og gaf landinu nafn.
Framan við Flókadal er Hópsvatn og skilur lágur malargrandi það frá hafinu. Inni í dalnum er Flókadalsvatn. Um Flókadal rennur Flókadalsá. Allnokkrir bæir eru í dalnum, sem er grösugur en snjóþungur á vetrum. Nokkrir þverdalir ganga inn úr Flókadal og er þar afrétt sveitarinnar.
Láglendisræman við ströndina, frá mörkum Sléttuhlíðar við Stafá og að mynni Flókadals, kallast „á Bökkum“. Þar er Reykjarhóll, sérkennilegur, strýtulaga hóll og er laug í kolli hans. Hann er á náttúruminjaskrá.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Íslenska alfræðiorðabókin, 1. bindi, ritstjórar Dóra Hafsteinsdóttir og Sigríður Harðardóttir, Bókaútgáfan Örn og Örlygur, án útgst., 1990.
- Jarða- og búendatal í Skagafjarðarsýslu 1781-1958. 4. hefti. Reykjavík 1959.
Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.