Fjallsárlón

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Fjallsárlón.

Fjallsárlón er jökullón við sunnanverðan Vatnajökul, milli Öræfajökuls og Breiðmerkurjökuls. Stærð þess er um 4 ferkílómetrar. Breiðá rennur í lónið úr Breiðárlóni. Siglingar og ferðaþjónusta hefur byggst upp við lónið. Fjallsárlón er að hluta til innan Vatnajökulsþjóðgarðs.