Fjalldalafífill

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Fjalldalafífill
Geum rivale01.jpg
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Skipting: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Rósabálkur (Rosales)
Ætt: Rósaætt (Rosaceae)
Ættkvísl: Dalafíflar (Geum)
Tegund: G. rivale
Tvínefni
Geum rivale
L.

Fjalldalafífill (fræðiheiti: Geum rivale) er jurt af rósaætt sem ber bleik slútandi blóm, 1,5 til 2 sentímetrar í þvermál. Bikarblöð þeirra eru rauð og hærð. Stöngulblöðin eru þrískipt og hafa tennta flipa og axlablöð við blaðfót. Fjalldalafífill hefur gildan jarðstöngul. Jurtin nær 25 til 40 sentímetra hæð og vex gjarnan í mólendi og öðru grasigefnu landi í Norður-Ameríku, Evrópu (fyrir utan svæðið við Miðjarðarhaf) auk mið-Asíu.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]