Fara í innihald

Fjalldalafífill

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fjalldalafífill

Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Rósabálkur (Rosales)
Ætt: Rósaætt (Rosaceae)
Ættkvísl: Dalafíflar (Geum)
Tegund:
G. rivale

Tvínefni
Geum rivale
L.

Fjalldalafífill (fræðiheiti: Geum rivale) er jurt af rósaætt sem ber bleik slútandi blóm, 1,5 til 2 sentímetrar í þvermál. Bikarblöð þeirra eru rauð og hærð. Stöngulblöðin eru þrískipt og hafa tennta flipa og axlablöð við blaðfót. Stofnblöð eru á löngum legg, fjöðruð og bilbleðlótt, með 2 eða 3 aðalbleðla og smærri þar á milli (minna á kálblöð). Fjalldalafífill hefur gildan jarðstöngul. Jurtin nær 25 til 40 sentímetra hæð og vex gjarnan í mólendi og öðru grasigefnu landi í Norður-Ameríku, Evrópu (fyrir utan svæðið við Miðjarðarhaf) auk mið-Asíu.

Stofnblöð eru á löngum legg, fjöðruð og bilbleðlótt, með 2 eða 3 aðalbleðla og smærri þar á milli (minna á kálblöð). Stöngulblöð 3-bleðlótt, flipar tenntir. Með axlablöð.

Fjalldalafífill er einnig nefndur: biskupshattur, fjalldæla, sólfylgja eða sólsekvía á íslensku.

  • „Hvar vex fjalldalafífill?“. Vísindavefurinn.
  • Plöntuvefurinn: „Fjalldalafífill“


Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  Þessi grasafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.