Fara í innihald

Fjallagambri

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fjallagambri
Ástand stofns
Ekki metið (IUCN)
Vísindaleg flokkun
Ríki: Plantae
Fylking: Bryophyta
Flokkur: Bryopsida
Ættbálkur: Grimmiales
Ætt: Grimmiaceae
Ættkvísl: Racomitrium
Tegund:
Fjallagambri (R. microcarpum)

Tvínefni
Racomitrium microcarpum
Bridel, 1819 [1818][1]

Fjallagambri (fræðiheiti: Racomitrium microcarpum, einnig stundum ritað Racomitrium microcarpon[2]) er baukmosi af Skeggmosaætt. Hann er algengur í Skandinavíu en sjaldgæfur á Íslandi.

Fjallagambri er 2-5 cm hár, grænn, gul- eða gráleitur efst en brúnni eða svartur neðan til. Stöngullinn er oft fjaðurgreindur þar sem hliðargreinar eru stuttar.[3]

Blöðin eru aðlæg stönglinum þegar þau eru þurr en breiða úr sér þegar þau eru rök. Blöðin eru lensulaga 1,5-2,5 mm að lengd. Á blaðinu er tenntur og litlaus hároddur sem stingst 0,2-0,6 fram fyrir blaðendann en teygir sig ekki niður með blaðröndinni. Blaðkan og blaðrönd eru eitt frumulag að þykkt.[3]

Plöntur fjallagambra eru einkynja og hafa þær ekki fundist með gróhirslum á Íslandi.[3]

Fjallagambri vex á snjódældasvæðum, bæði á steinum og á jarðvegi. Hann myndar oft þéttar breiður.[3] Hann er sjaldgæfur á Íslandi[4] en finnst til dæmis við Laka,[4] á Grænafjallgarði[4] og innan við fyrirhuguð virkjanalón í Tungnaá[5] og á fyrirhuguðu virkjanasvæði Hvalárvirkjunar á Ófeigsfjarðarheiði.[6]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Crosby M.R. & Magill R. (ritstj.). (2019). MOST: Moss TROPICOS Database (útg. 1, Júlí 2004). Í: Species 2000 & ITIS Catalogue of Life, 26. febrúar 2019 (Roskov Y., Ower G., Orrell T., Nicolson D., Bailly N., Kirk P.M., Bourgoin T., DeWalt R.E., Decock W., Nieukerken E. van, Zarucchi J., Penev L., ritstj.). Species 2000: Naturalis, Leiden, the Netherlands. ISSN 2405-8858.
  2. Bergþór Jóhannsson (2003). Íslenskir mosar - Skrár og viðbætur. Fjölrit Náttúrufræðistofnunar nr. 44. Náttúrufræðistofnun Íslands.
  3. 3,0 3,1 3,2 3,3 Bergþór Jóhannsson (1993). Íslenskir mosar - Skeggmosaætt. Fjölrit Náttúrufræðistofnunar nr. 24. Reykjavík, Náttúrufræðistofnun Íslands.
  4. 4,0 4,1 4,2 Snorri Baldursson, Sveinn P. Jakobsson, Sigurður H. Magnússon & Guðmundur Guðjónsson (2006). Náttúrufar og náttúruminjar suðvestan Vatnajökuls. Skýrsla Náttúrufræðistofnunar nr. NÍ-06009 unnin fyrir Umhverfisráðuneytið. 18. bls. ISSN: 1670-0120
  5. Borgþór Magnússon, Guðmundur Guðjónsson, Guðmundur A. Guðmundsson, Kristbjörn Egilsson, Kristinn H. Skarphéðinsson, Sigurður H. Magnússon & Starri Heiðmarsson (2009). Bjallavirkjun og Tungnaárlón - Náttúrufarsyfirlit um gróður, fugla og vistgerðir.[óvirkur tengill] Skýrsla Náttúrufræðistofnunar nr. NÍ-09001, unnin fyrir Landsvirkjun. 62 bls. ISSN 1670-0120
  6. Aðalskipulag Árneshrepps 2005-2025. 88 bls.
  Þessi grasafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.