Fjölnir Geir Bragason

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Fjölnir Geir Bragason (f. 5. febrúar 1965, d. 11. desember 2021) eða Fjölnir Tattoo, var einn þekktasti húðflúrari Íslands. [1] Hann útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 2000, lokaritgerð hans fjallaði um húðflúr, Fjölnir starfaði við greinina frá árinu 1995 og stofnaði til FO TATT FEST hátíðina í Færeyjum árið 2012 ásamt félaga sínum. [2]

18 ára var hann handtekinn fyrir hundahald í Reykjavík en það uppgötvaðist þegar hundurinn komst á snoðir á lík í Öskjuhlíð.[3]. Síðar var hundahald leyft í borginni.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Fjölnir Geir Bragason látinnMbl.is sótt 21/12 2021
  2. Fjölnir Geir Bragason látinn Rúv, skoðað 21/12 2021
  3. Í fangelsi 18 ára fyrir að hafa verið með hund í ÖskjuhlíðMbl.is, sótt 21/12 2021